Guðni Páll orðinn sár í lófum eftir róður

Guðni Páll Viktorsson.
Guðni Páll Viktorsson. mbl.is/Eggert

Guðni Páll Viktorsson hóf í morgun tíunda legginn í róðraferð sinni umhverfis landið en hann lagði upp frá Vogsósum í Selvogi og er ætlunin að komast fyrir Reykjanesið og lenda í Stóru-Sandvík eða fara alla leið í Hafnir.

Á heimasíðu Kayakklúbbsins má lesa um ferðalag Guðna Páls og segir þar m.a. að veðrið í dag sé afar gott og sjórinn stilltur. Um sé að ræða besta róðrafæri sem Guðni Páll hafi fengið á leiðinni en aftur á móti sé hann orðinn frekar sár í lófunum.

Í hádeginu hafði hann róið 19 km og var farinn framhjá Krísuvíkurbergsvita. Eftir er um 18 km róður til Grindavíkur og er áætlað að hann komi þangað um kl. 15. Þar getur hann hvílt sig á meðan hann bíður eftir réttu sjávarfalli fyrir Reykjanesið.

Frá Selvogi að Stóru-Sandvík eru 60 km en komist Guðni Páll í Hafnir hefur hann róið 70 km í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka