Mönnunum, sem handteknir voru vegna árásar á mann í Seljahverfinu í Breiðholtinu í gær, var sleppt í dag eftir yfirheyrslur lögreglu.
Að sögn Friðriks Smári Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar, er talið að málsatvik liggi nokkuð ljós fyrir og er ekki von á fleiri handtökum vegna málsins.
Fórnarlambið hlaut nokkuð alvarlega áverka á höfði en er ekki talinn í lífshættu. Rannsókn málsins ólokið.
Frétt mbl.is: Búið að handtaka tvo árásarmenn
Frétt mbl.is: Fórnarlambið enn á sjúkrahúsi