Ingólfur kominn í 3. búðir

Búðir 3
Búðir 3 Af Everestvef Ingólfs

Ingólfur Geir Gissurarson, sem hyggst komast á tind Everest-fjalls, er kominn í þriðju búðir en þangað komst hann í dag. Þar er nauðsynlegt að sofa með súrefni en hann nálgast nú topp hæsta tinds veraldar óðfluga.

Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að vera á toppnum að morgni 21. maí.

„Við vorum búnir að ákveða kvöldmatinn í þriðju búðum og það átti að vera kjúklingur og hrísgrjón (þurrmatur) og harðfiskur í forrétt og eftirrétt,“segir á bloggvef ferðalagsins.
Ingólfur Geir Gissurarson
Ingólfur Geir Gissurarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert