„Ferðirnar á Hvannadalshnúk hafa bara gengið vel hjá okkur og þokkalega mikil aðsókn í þær. við höfum ekki lent í neinum slysum undanfarin ár, það síðasta sem ég man “ sagði Ívar Finnbogason, yfirleiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum (ÍF).
„Okkar ferðir núna um helgina voru allar farnar á laugardaginn. Það fóru einir fimm eða sex leiðsögumenn þarna upp og eitthvað um sex manns með hverjum þeirra.“
Ívar sagði ÍF nýlega hafa breytt reglum sínum um fjölda göngumanna með hverjum leiðsögumanni af öryggisástæðum, auk aðstæðna sem hefðu skapast þar sem hnúkurinn var um tíma mjög snjólítill. Við þær aðstæður er gangan erfiðari.
„Núna fara sex með hverjum leiðsögumanni, en áður voru það átta. Sá fjöldi er of mikill ef eitthvað kemur upp á og passar varla á línurnar sem við notum.“ Að sögn Ívars fara aðallega Íslendingar upp á hnúkinn yfir vetrartímann, en erlendir ferðamenn séu ráðandi í ferðunum yfir sumartímann.