Rannsaka gasbúnað og loftræstingu

Séð fram eftir Þjórsárdal.
Séð fram eftir Þjórsárdal. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Lögreglumenn frá Selfossi og af höfðborgarsvæðinu unnu í gær að rannsókn andláts hjóna í hjólhýsi sínu í Þjórsárdal sl. sunnudagskvöld. 

Málsatvik eru þau að Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning kl. 20.53 á sunnudagskvöld um að hjón um sjötugt væru meðvitundarlaus í hjólhýsi sínu á tjaldsvæði við Skriðufell í Þjórsárdal. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru þá þegar á vettvang en nærstaddir brutust inn í húsið og komu hjónunum út undir bert loft og hófu tilraunir til endurlífgunar. Þær báru ekki árangur og hjónin voru úrskurðuð látin á vettvangi.

Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi segir í Morgunblaðinu í dag, að rannsóknin beinist að miðstöðvarbúnaði og loftræstingu í hjólhýsinu. Líkur bendi til að gasbruni eða kolsýringseitrun hafi eytt öllu súrefni og hjónin látist af þeim sökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert