Guðni Páll kominn að höfuðborgarsvæðinu

Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson.
Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson. kayakklubburinn.is

Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson lenti í fjörunni í Gróttu um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hann hefur alls róið 552 kílómetra af 2.500 kílómetra ferð sinni umhverfis landið.

Guðni Páll lagði af stað frá Höfn í Hornafirði þann 30. apríl og áætlar að vera um tvo mánuði á leiðinni. Með róðrinum safnar hann fé til styrktar Samhjálp. Hann réri 26 km í gær og 42 km daginn áður en þar á undan hafði hann verið veður- og sjólagstepptur í Höfnum í fjóra daga.

Hægt er að fylgjast með ferð Guðna Páls og leggja söfnuninni lið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka