Stefna á breyttan ramma í sumar

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Virkjanir í neðri hluta Þjórsár. mbl.is

Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr umhverfisráðherra, býst við að tillaga til nýrrar þingsályktunar um rammaáætlun verði lögð fyrir á sumarþingi. „Það verður væntanlega þannig að málinu verði vísað aftur til verkefnastjórnar [um rammaáætlun]“, sagði hann.

Fleiri möguleikar eru til skoðunar, m.a. að notast við drögin að þingsályktunartillögu sem verkefnastjórnin lagði fram á sínum tíma. Þá hefur hann áhuga á að verkefnastjórn taki tillit til tveggja virkjanakosta sem ekki náðist niðurstaða um.

Munurinn á tillögu verkefnisstjórnarinnar að þingsályktun um rammaáætlun og þeirri þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í janúar er einkum sá að meirihluti Alþingis ákvað að færa sex virkjunarkosti úr nýtingarflokki í biðflokk. Þar á meðal voru þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár en undirbúningur að þeim er langt kominn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert