Guðni sprækur eftir átök síðustu daga

Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson.
Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson. kayakklubburinn.is

Guðni Páll Viktorsson kajakræðari dvaldi á Hótel Búðum á Snæfellsnesi í nótt eftir 56 km róður frá Ökrum á Mýrum. Hann hefur nú lagt að baki 676 km síðan hann lagði af stað 30. apríl en Guðni rær hringinn í kringum landið, rúma 2.000 km, til styrktar Samhjálp.

Guðni lagði upp frá Kalmansvík á Akranesi á þriðjudaginn eftir að hafa verið veðurtepptur þar í þrjá daga. Á heimasíðu Kayakklúbbsins segir að Guðni sé sprækur og hress eftir átökin undanfarna tvo daga, en hann réri 101 km, og naut hann róðursins mjög vel, enda hafi náttúrufarið verið einstakt. 

Óljóst sé hvað dagurinn í dag beri í skauti sér, kannski verði róið yfir á Arnarstapa en verið sé að athuga með veður og sjólag fyrir þann stutta legg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka