Jón Atli rafmagnsverkfræðingur ársins

Jón Atli Benediktsson, Rafmagnsverkfræðingur ársins 2013.
Jón Atli Benediktsson, Rafmagnsverkfræðingur ársins 2013.

Jóni Atla Bene­dikts­syni, pró­fess­or og aðstoðarrektor vís­inda- og kennslu við Há­skóla Íslands hlaut í dag heiður­sviður­kenn­ing­una Raf­magns­verk­fræðing­ur árs­ins 2013.

Af því til­efni er stadd­ur hér á landi Dr. Mart­in Bastia­ans formaður svæðis 8 í IEEEE, sem eru stærstu sam­tök tækni­manna í heim­in­um. Fé­lags­menn IEEE eru um 400 þúsund í 150 lönd­um.

Jón Atli Bene­dikts­son á að baki einkar glæsi­leg­an fer­il sem vís­indamaður, kenn­ari og stjórn­andi. Rann­sókn­ir hans hafa einkum verið í sta­f­rænni mynd­vinnslu og mynstur­grein­ingu, meðal ann­ars á sviði fjar­könn­un­ar sem felst í því að taka sta­f­ræn­ar mynd­ir úr flug­vél­um og gervi­tungl­um og vinna úr þeim hvers kyns upp­lýs­ing­ar um yf­ir­borð jarðar­inn­ar, þ.á.m. jarð- og gróður­fræðileg­ar. Jón Atli hef­ur einnig beitt þekk­ingu sinni við þróun lækn­inga­tækja en hann er einn af þeim frum­kvöðlum sem stofnuðu fyr­ir­tækið Oxym­ap ehf. sem sel­ur um víða ver­öld tæki til súr­efn­ismæl­inga í augn­botn­um án inn­grips.

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Kristinn Andersen, formaður VFÍ, …
Á mynd­inni eru, talið frá vinstri: Krist­inn And­er­sen, formaður VFÍ, Vig­fús Gísla­son, formaður RVFÍ, Jón Atli Bene­dikts­son, Raf­magns­verk­fræðing­ur árs­ins, Sæmund­ur Þor­steins­son, formaður Íslands­deild­ar IEEE og Dr. Mark Bastia­an, formaður svæðis 8 í IEEE.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert