Jón Atli rafmagnsverkfræðingur ársins

Jón Atli Benediktsson, Rafmagnsverkfræðingur ársins 2013.
Jón Atli Benediktsson, Rafmagnsverkfræðingur ársins 2013.

Jóni Atla Benediktssyni, prófessor og aðstoðarrektor vísinda- og kennslu við Háskóla Íslands hlaut í dag heiðursviðurkenninguna Rafmagnsverkfræðingur ársins 2013.

Af því tilefni er staddur hér á landi Dr. Martin Bastiaans formaður svæðis 8 í IEEEE, sem eru stærstu samtök tæknimanna í heiminum. Félagsmenn IEEE eru um 400 þúsund í 150 löndum.

Jón Atli Benediktsson á að baki einkar glæsilegan feril sem vísindamaður, kennari og stjórnandi. Rannsóknir hans hafa einkum verið í stafrænni myndvinnslu og mynsturgreiningu, meðal annars á sviði fjarkönnunar sem felst í því að taka stafrænar myndir úr flugvélum og gervitunglum og vinna úr þeim hvers kyns upplýsingar um yfirborð jarðarinnar, þ.á.m. jarð- og gróðurfræðilegar. Jón Atli hefur einnig beitt þekkingu sinni við þróun lækningatækja en hann er einn af þeim frumkvöðlum sem stofnuðu fyrirtækið Oxymap ehf. sem selur um víða veröld tæki til súrefnismælinga í augnbotnum án inngrips.

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Kristinn Andersen, formaður VFÍ, …
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Kristinn Andersen, formaður VFÍ, Vigfús Gíslason, formaður RVFÍ, Jón Atli Benediktsson, Rafmagnsverkfræðingur ársins, Sæmundur Þorsteinsson, formaður Íslandsdeildar IEEE og Dr. Mark Bastiaan, formaður svæðis 8 í IEEE.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka