Margrét Gísladóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Margrét er 26 ára og er með diplómu í almannatengslum og markaðssamskiptum frá Opna háskólanum í Háskóla Reykjavíkur. Hún hefur undanfarin ár sinnt verkefnum og verið ráðgjafi fyrirtækja og samtaka á sviði markaðsmála og almannatengsla.
Margrét hefur störf í ráðuneytinu mánudaginn 3. júní.