„Erindi verður beint til fagráðs íslenskrar hrossaræktar vegna málsins sem hagsmunaaðilar um hestamennsku og kynbótadóma standa að,“ segir Bjarni Þorkelsson hrossaræktandi á Þóroddsstöðum.
Málið sem Bjarni vísar í átti sér stað á Selfossi nýverið þegar kynbótadómara láðist að slökkva á hljóðnema á milli þess sem kynbótahross voru kynnt til dóms. Kynbótadómarinn lét þar ýmis óviðurkvæmileg orð falla um þekkt kynbótahross, knapa og ræktendur, að sögn viðstaddra.
Bjarni Þorkelsson vildi hvorki hafa orð kynbótadómarans eftir né tjá sig frekar um málið fyrr en það lægi fyrir hvernig fagráðið myndi taka á málinu.
Úttalaði sig um þekkta kynbótahesta, knapa og ræktendur