Þarf að yfirfara öll endurreiknuð jafngreiðslulán

mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn mun í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í gær fara yfir þau jafngreiðslulán sem hafa verið endurreiknuð miðað við seðlabankavexti og leiðrétta vaxtaviðmið endurreikningsins ef lánin uppfylla þau viðmið sem fram koma í dómnum.

Ekki liggur fyrir hve mörg lán gætu fallið undir þessi viðmið eða hver heildarfjárhæð leiðréttingar kunni að vera.

Dómurinn leiðir til lykta deilu fyrirtækis um uppgjör vegna endurreiknings vaxta og afborgana af erlendu láni sem tekið var hjá SP-Fjármögnun á sínum tíma en Landsbankinn tók við. Dómur sem ógilti gengistryggingu lána tók til þessa láns.

Landsbankanum er ekki heimilt að innheimta frekari greiðslur hjá fyrirtækinu en greiddar voru 2007 til 2010. Með þessu sneri Hæstiréttur við dómi héraðsdóms sem vísaði til fordæmis útreikninga í svokölluðum Borgarbyggðardómi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert