Lét útbúa kauphallarhermi

Aðsetur sérstaks saksóknara. Sérstakur saksóknari
Aðsetur sérstaks saksóknara. Sérstakur saksóknari mbl.is

Sér­stak­ur sak­sókn­ari fékk pró­fess­or við verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið Há­skóla Íslands út­búa kaup­hall­ar­hermi sem nýt­ist við rann­sókn markaðsmis­notk­un­ar­mála. Hæstirétt­ur hef­ur staðfest að heim­ilt sé að leggja herm­inn fram sem gagn í dóms­mál­um og skýrsl­ur byggðar á hon­um.

Fram­lagn­ing um­ræddra gagna var til skoðunar í máli sér­staks sak­sókn­ara gegn níu fyrr­ver­andi stjórn­end­um og starfs­mönn­um Kaupþings.

Kaup­hall­ar­herm­ir­inn sem út­bú­in var fyr­ir sér­stak­an sak­sókn­ara gerði rann­sak­end­um máls­ins kleift að skoða hvern viðskipta­dag fyr­ir sig hjá Kaupþingi banka á til­teknu tíma­bili. Herm­ir­inn er byggður á yf­ir­liti frá kaup­höll­inni yfir viðskipti með og til­boð í hluta­bréf í Kaupþingi á til­teknu tíma­bili.

Verj­end­ur sak­born­inga í mál­inu mót­mæltu því að geisladisk­ar með herm­in­um yrðu lagðir fram svo og til­tekn­ar blaðsíður úr gögn­um sem unn­in voru upp úr hon­um. Þeir telja að úr­vinnsla sér­staks sak­sókn­ara og eig­in álykt­an­ir rann­sak­enda eða manna á þeirra veg­um geti ekki verið sönn­un­ar­gögn sem heim­ilt sé að leggja fram í saka­máli. Hið sama eigi við um gerð tölvu­for­rits.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri niður­stöðu að heim­ilt væri að leggja fram um­rædd gögn og í gær staðfesti Hæstirétt­ur þá niður­stöðu.

Má ekki leggja fram tvær álits­gerðir 

Hæstirétt­ur staðfesti einnig að sak­sókn­ari megi leggja fram í mál­inu skýrslu um grein­ingu á kaup­hall­ar­gögn­um um viðskipti og til­boð í hluta­bréf Kaupþings banka, Lands­banka Íslands og Glitn­is banka.

Hins veg­ar var sak­sókn­ara synjað um að leggja fram álits­gerð laga­pró­fess­ors frá Dan­mörku og ber yf­ir­skrift­ina „Lög­fræðiálit um hugs­an­lega markaðsmis­notk­un þriggja banka“ og einnig sam­eig­in­lega álits­gerð danska laga­pró­fess­ors­ins og dansks pró­fess­ors í fjár­mál­um sem ber heitið „Svör við álits­beiðni embætt­is sér­staks sak­sókn­ara um viðskipti og meinta markaðsmis­notk­un með hluta­bréf í Kaupþingi“.

Hæstirétt­ur taldi skýrsl­urn­ar væru í eðli sínu álits­gerðir um atriði er lúti að mati á sönn­un um at­vik máls­ins, en það sé í verka­hring dóm­ara.

Sím­töl við lög­menn hleruð

Héraðsdóm­ur og Hæstirétt­ur voru sam­mála um að sak­sókn­ari megi leggja fram í mál­inu end­ur­rituð hleruð sím­töl eins sak­born­inga við tvo lög­menn.

Verj­andi sak­born­ings­ins bar við að fram­lagn­ing­in bryti gegn ákvæðum laga um meðferð saka­mála, regl­um um þagn­ar­skyldu lög­manna, stjórn­ar­skránni og mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um.

Dóm­ar­ar sögðu hins veg­ar ljóst að hvor­ug­ur lögmaður­inn var verj­andi sak­born­ings­ins. „Hafi gögn­in að geyma upp­lýs­ing­ar um sam­töl eða önn­ur sam­skipti sak­born­ings við verj­anda sinn skal þeim eytt þegar í stað. Eins og áður sagði voru um­rædd­ir lög­menn ekki verj­end­ur ákærða og þess vegna bar ekki að eyða sam­töl­un­um. Hvorki nefnd ákvæði laga nr. 88/​2008 né ákvæði annarra rétt­ar­heim­ilda, sem ákærði vís­ar til, skylda lög­reglu til að eyða upp­tök­um af sím­töl­um grunaðra manna nema þar sem þeir ræða við verj­end­ur sína.“

Hörður Felix Harðarson, Hreiðar Már Sigurðsson, Karl Axelsson og Sigurður …
Hörður Fel­ix Harðar­son, Hreiðar Már Sig­urðsson, Karl Ax­els­son og Sig­urður Ein­ars­son. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert