Stefna vegamálastjóra vegna Álftanesvegar

Land­vernd, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands og Hrauna­vin­ir hafa stefnt vega­mála­stjóra fyr­ir hönd Vega­gerðar­inn­ar, til viður­kenn­ing­ar á því að fram­kvæmd sú um gerð Álfta­nes­veg­ar milli Hafn­ar­fjarðar­veg­ar og Bessastaðaveg­ar um þvert Gálga­hraun, sem Vega­gerðin aug­lýsti með útboði hinn 7. ág­úst 2012 sé ólög­mæt.

Skúli Bjarna­son, hrl. og Ragn­heiður Elfa Þor­steins­dótt­ir, hdl., lög­manns­stof­unni Málþingi ehf., reka málið fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur, f.h. sam­tak­anna, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

 Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að um próf­mál sé að ræða varðandi rétt um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka og hópa til að láta reyna á fyr­ir dómi lög­mæti fram­kvæmda sem raskað geta ósnort­inni nátt­úru og valdið óaft­ur­kræf­um nátt­úru­spjöll­um. 

 Þá kem­ur fram að deil­ur hafi staðið um lagn­ingu nýs Álfta­nes­veg­ar milli Hafn­ar­fjarðar­veg­ar og Bessastaðaveg­ar í nokk­ur ár. Deil­urn­ar hafa snú­ist um það hvort leggja skuli hluta hins nýja veg­ar yfir ósnortið hraun – Gálga­hraun í landi Garðabæj­ar, en hraunið er á nátt­úru­m­inja­skrá.

Bent er  á að for­send­ur fyr­ir fram­kvæmd­inni hafi gjör­breyst frá upp­haf­legri áætl­un. „Byggðaþróun hef­ur orðið með allt öðrum hætti en spáð var og ekk­ert út­lit er fyr­ir að þar verði stór­felld­ar breyt­ing­ar í bráð sem kalli á viðlík nátt­úru­spjöll. Yf­ir­völd í Garðabæ og Vega­gerðin hafa hins veg­ar staðið þvert gegn form­legri end­ur­skoðun fram­kvæmda og at­hug­un á ein­fald­ari, nátt­úru­vænni og ódýr­ari kost­um. Viðhorf al­menn­ings og rétt­arþróun hafa sömu­leiðis breyst veru­lega á þeim rúmu 11 árum sem liðin eru frá end­an­legri út­gáfu um­hverf­is­mats,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

 Stefn­end­ur telja að útboð það um veg­inn sem aug­lýst var 7. ág­úst 2012 hafi verið ólög­legt þar sem bæði fram­kvæmda­leyfi og um­hverf­is­mat hafi verið út­runn­in, en eng­ar fram­kvæmd­ir hafi haf­ist á gild­is­tíma þeirra. Því þurfi að taka málið upp að nýju og setja í lög­leg­an far­veg. Ekki hef­ur enn verið skrifað und­ir verk­samn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert