Ísland friðsælast

Ísland er í fyrsta sæti alþjóðlegr­ar friðar­vísi­tölu (GPI) sem birt er í dag. Í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um Global Peace Index kem­ur fram að Ísland hafi á milli ára tryggt enn frek­ar stöðu sína sem friðsam­asta ríki heims með því að draga enn frek­ar úr kostnaði til varn­ar­mála ólíkt flest­um öðrum lönd­um.

Fjölg­un morða og auk­inn kostnaður við varn­ar­mál hef­ur mik­il áhrif á stöðu margra ríkja. Einkum í rómönsku Am­er­íku og ríkj­un­um sunn­an Sa­hara í Afr­íku. Tekið er sem dæmi að í Hond­úras hef­ur tíðni morða auk­ist veru­lega á milli ára og þar eru 92 morð á hverja 100 þúsund íbúa. Hvergi í heim­in­um er hlut­fallið jafn hátt og þar, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Ísland var einnig í fyrsta sæti vísi­töl­unn­ar í fyrra en Af­gan­ist­an er í neðsta sæti lista þeirra 162 landa sem tek­in eru fyr­ir í vísi­töl­unni.

 Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert