Engar upplýsingar um starfsemi lýtalækna

AFP

Undanfarin ár hefur embætti landlæknis safnað upplýsingum frá sjálfstætt starfandi læknum um starfsemi þeirra, fjölda sjúklinga og tegundir aðgerða. Landlæknir segir viðbrögð flestra lækna vera jákvæð. Einn hópur skeri sig þó nokkuð úr og í þeim hópi séu m.a. lýtalæknar.

Embættið hafði ekki beina lagastoð fyrir heilbrigðisskrám fyrr en árið 2007 þegar lög þessa efnis tóku gildi, að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis.

„Áður innihéldu lög um heilbrigðisþjónustu almennt ákvæði um skyldu landlæknis til að safna og vinna heilbrigðisupplýsingar. Það hefur yfirleitt gengið vel að afla þessara upplýsinga sem við eigum rétt á samkvæmt lögum, en það hefur borið á ákveðinni tregðu hjá sumum hópum, t.d. lýtalæknum. Við rekumst á ákveðin vandamál hjá þeim,“ segir Geir og segir mikilvægt, bæði fyrir embætti landlæknis og stjórnvöld, að embætti hans fái þessar upplýsingar, ekki síst til að öðlast heildarsýn yfir stöðu heilbrigðismála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert