Íbúðalánasjóður harmar þá stöðu sem upp er kominn í málefnum Eirar, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að sjóðurinn hafi sýnt fullan vilja til að vinna með aðilum málsins og muni gera það áfram.
<span>„Vegna umræðu um lánveitingar til Eirar telur sjóðurinn rétt að taka eftirfarandi fram,“ segir í fréttatilkynningu:</span> <span> </span> <ol> <li>Íbúðalánasjóður lánaði allt að 80% af byggingakostnaði leiguíbúða Eirar.</li> <li>Lánin voru veitt þegar íbúðirnar voru fullbúnar, gegn framlögðum reikningum fyrir byggingarkostnaði.</li> <li>Lánin voru tryggð með fyrsta veðrétti í íbúðunum sjálfum, í samræmi við ákvæði laga. </li> <li>Lánveitingar sjóðsins og veðsetningar voru eingöngu til uppbyggingar á viðkomandi íbúðum en ekki til annarra fjárfestinga.</li> <li>Íbúðirnar voru með öllu kvaðalausar við veðsetningu, enda hefði ekkert orðið úr lánveitingum sjóðsins án þinglýsingar lána.</li> </ol>