Markaður lokaðist eftir hrossakjötshneykslið

Hrossakjötsútflutningur hefur margfaldast síðustu ár vegna aukinnar eftirspurnar í Rússlandi.
Hrossakjötsútflutningur hefur margfaldast síðustu ár vegna aukinnar eftirspurnar í Rússlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hrossakjötsmálið í Evrópu hefur bein áhrif á hrossarækt á Íslandi. Markaður í Austur-Evrópu lokaðist og verðið féll. Sláturleyfishafar leita nýrra markaða til að geta slátrað hrossum áfram.

Markaður fyrir kjöt af fullorðnum hrossum var líflegur í Austur-Evrópu, sérstaklega í Rússlandi, og Íslendingar fengu hærra verð fyrir kjötið þar en annars staðar. Þegar í ljós kom að framleiðendur í Evrópu notuðu hrossakjöt í nautakjötsrétti og fleiri óskyldar afurðir urðu kaupendur hrossakjöts fyrir álitshnekki.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki, segir að einstaka viðskiptavinur hafi alveg hætt að kaupa hrossakjöt þegar málið kom upp en aðrir haldið áfram. „Það er greinilegt að eitthvað af kjötinu okkar hefur farið í nautakjöt,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, og bendir á að það geti ekki verið tilviljun að ákveðnir kaupendur hafi gengið úr skaftinu þegar hrossakjötshneykslið varð opinbert.

Hrossakjötsútflutningur hefur margfaldast síðustu ár vegna aukinnar eftirspurnar í Rússlandi. Var svo komið á tímabili að sláturleyfishafar áttu erfitt með að fá nógu mörg hross til að anna eftirspurn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert