Brátt 1.000 km að baki

Guðni Páll Viktorsson.
Guðni Páll Viktorsson. mbl.is/Eggert

Guðni Páll Viktorsson hefur í dag 25. róðralegginn í ferð sinni umhverfis Ísland en hann ætlar að leggja upp frá Svalvogum og róa um 28 km að Fjallaskaga. Með Guðna í för verður Magnús Einarsson, kajakræðari á Ísafirði, en þeir félagar réru einnig saman í gær og mældist sá leggur 55 km.

Á vef Kayakklúbbsins má lesa að hljóðið í Guðna Páli sé gott og að hann sé ánægður með árangur gærdagsins en um tíma var talsverður mótvindur.

Tilgangur róðursins er að safna fé til styrktar Samhjálp. Áætlað er að ferðin verði um 2.300 km en hann hefur nú lagt að baki um 989 km og ætti því að rjúfa eitt þúsund kílómetra múrinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka