Ungfrú klukka talar á ný

Fyrsta Ungfrú klukka, sem hljómaði í símtólum landsmanna á árunum 1937 til 1963, hefur nú aftur fengið málið eftir nærri hálfrar aldar þögn. Hún getur þakkað Thor B. Eggertssyni símvirkjameistara og Símanum það að hún gengur nú í endurnýjun lífdaga.

Ungfrú klukka hin fyrsta flutti á samgöngusafn Skógasafns undir Eyjafjöllum og er þar hluti af símaminjasafni. Thor hófst handa í vetur við að laga þessa 76 ára gömlu talvél og tókst að koma henni í gang. 

Skipt var um rödd og búnað Ungfrúar klukku 13. júlí 1963. Þá las Sigríður Hagalín leikkona inn á segulplötur sem sögðu landsmönnum hvað klukkunni leið allt til 15. júlí 1993. Eftir það tók við stafræn klukka sem var nákvæm upp á 1/1000 úr sekúndu. Ingibjörg Björnsdóttir leikkona léði þessari ofurnákvæmu klukku rödd sína.

Í næstu viku verður rödd Ingibjargar skipt út fyrir lestur Ólafs Darra Ólafssonar, leikara, og verður hann fyrstur karla til að segja landsmönnum hvað tímanum líður í klukkustundum, mínútum og sekúndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert