Ungfrú klukka talar á ný

00:00
00:00

Fyrsta Ung­frú klukka, sem hljómaði í sím­tól­um lands­manna á ár­un­um 1937 til 1963, hef­ur nú aft­ur fengið málið eft­ir nærri hálfr­ar ald­ar þögn. Hún get­ur þakkað Thor B. Eggerts­syni sím­virkja­meist­ara og Sím­an­um það að hún geng­ur nú í end­ur­nýj­un lífdaga.

Ung­frú klukka hin fyrsta flutti á sam­göngusafn Skóga­safns und­ir Eyja­fjöll­um og er þar hluti af síma­minja­safni. Thor hófst handa í vet­ur við að laga þessa 76 ára gömlu tal­vél og tókst að koma henni í gang. 

Skipt var um rödd og búnað Ung­frú­ar klukku 13. júlí 1963. Þá las Sig­ríður Hagalín leik­kona inn á seg­ul­plöt­ur sem sögðu lands­mönn­um hvað klukk­unni leið allt til 15. júlí 1993. Eft­ir það tók við sta­f­ræn klukka sem var ná­kvæm upp á 1/​1000 úr sek­úndu. Ingi­björg Björns­dótt­ir leik­kona léði þess­ari of­ur­ná­kvæmu klukku rödd sína.

Í næstu viku verður rödd Ingi­bjarg­ar skipt út fyr­ir lest­ur Ólafs Darra Ólafs­son­ar, leik­ara, og verður hann fyrst­ur karla til að segja lands­mönn­um hvað tím­an­um líður í klukku­stund­um, mín­út­um og sek­únd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert