Þorgrímur Þráinsson rithöfundur var í dag valinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2013 við hátíðlega athöfn í Höfða. Var hann útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, og var Þorgrími veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem gerði grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni
Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.
Viðurkenningin er nú veitt í ellefta skipti, en hún var fyrst veitt árið 2002, þá Herði Ágústssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í fyrra.