Þorgrímur Þráinsson borgarlistamaður Reykjavíkur í ár

Þorgrímur Þráinsson með Jóni Gnarr og Einari Erni Benediktssyni.
Þorgrímur Þráinsson með Jóni Gnarr og Einari Erni Benediktssyni. Anna Fjóla Gísladóttir

Þorgrím­ur Þrá­ins­son rit­höf­und­ur var í dag val­inn borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur 2013 við hátíðlega at­höfn í Höfða. Var hann út­nefnd­ur af borg­ar­stjór­an­um í Reykja­vík, Jóni Gn­arr, og var Þorgrími veitt­ur ágraf­inn steinn, heiðurs­skjal og viður­kenn­ing­ar­fé. Það var Ein­ar Örn Bene­dikts­son, formaður menn­ing­ar- og ferðamálaráðs, sem gerði grein fyr­ir vali ráðsins á borg­ar­lista­manni

Útnefn­ing borg­ar­lista­manns er heiður­sviður­kenn­ing til handa reyk­vísk­um lista­manni sem með list­sköp­un sinni hef­ur skarað fram úr og markað sér­stök spor í ís­lensku list­a­lífi.

Viður­kenn­ing­in er nú veitt í ell­efta skipti, en hún var fyrst veitt árið 2002, þá Herði Ágústs­syni. Þor­gerður Ing­ólfs­dótt­ir var út­nefnd borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur í fyrra.

Þorgrímur Þráinsson er borgarlistamaður Reykjavíkur 2013.
Þorgrím­ur Þrá­ins­son er borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur 2013. Heiðar Kristjáns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert