Þorgrímur Þráinsson borgarlistamaður Reykjavíkur í ár

Þorgrímur Þráinsson með Jóni Gnarr og Einari Erni Benediktssyni.
Þorgrímur Þráinsson með Jóni Gnarr og Einari Erni Benediktssyni. Anna Fjóla Gísladóttir

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur var í dag valinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2013 við hátíðlega athöfn í Höfða. Var hann útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, og var Þorgrími veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem gerði grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni

<span><span><span><span>„Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins. Til marks um vinsældir hans má nefna að á fimm mínútna fresti, allt árið um kring, er bók eftir Þorgrím fengin að láni á bókasafni, miðað við útlán og upplýsingar Bókasafnssjóðs. Hann hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir barna- og unglingabækur. </span></span><span><span>Margt býr í myrkrinu</span></span><span><span> og </span></span><span><span>Nóttin lifnar við</span></span><span><span> voru kjörnar „bestu barnabækur aldarinnar“ í vali á Bók aldarinnar sem Bókasamband Íslands stóð fyrir í apríl 1999. Bækurnar höfnuðu í 5. og 6. sæti á lista yfir 100 bestu bækur aldarinnar en alls átti höfundurinn sjö bækur á þeim lista,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.</span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span><span><span><span><span><span>„Reykjavík er á meðal sex Bókmenntaborga UNESCO og eitt helsta markmið hennar sem slíkrar er að efla áhuga allra ungmenna á lestri og skapandi skrifum. Þorgrímur er jákvæð og góð fyrirmynd fyrir reykvísk ungmenni og hefur unnið ötullega að því að efla bóklestur og bókmenntaáhuga. Hann  hefur gegnum tíðina lesið úr bókum sínum og haldið erindi fyrir þúsundir skólabarna. Síðastliðna tvo vetur hefur hann heimsótt nánast alla grunnskóla landsins og haldið fyrirlestra fyrir nemendur í 10. bekk í boði Pokasjóðs, undir yfirskriftinni </span></span><span><span>Láttu drauminn rætast.“</span></span></span></span></span></span></span></span></span> <span><span><span><span><span><span><span><span><span><br/></span></span></span></span></span></span></span></span></span> <div><span><span><span><span>Þorgrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Hann stundaði frönskunám í Sorbonne-háskóla í París 1983-1984 og sótti tíma í heimspeki í HÍ 2011-2012.</span></span></span></span></div><div><span><span><span><span> </span></span></span></span></div><div><span><span><span><span>Þorgrímur starfaði sem ritstjóri Íþróttablaðsins frá 1985 til 1997 og var samtímis blaðamaður hjá Frjálsu framtaki, síðar Fróða, og skrifaði fyrir flestöll tímarit fyrirtækisins. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar árið 1996 og gegndi starfinu til 2004. Síðan þá hefur hann unnið sjálfsstætt sem blaðamaður, fyrirlesari og rithöfundur. </span></span></span></span></div>

Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Viðurkenningin er nú veitt í ellefta skipti, en hún var fyrst veitt árið 2002, þá Herði Ágústssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í fyrra.

Þorgrímur Þráinsson er borgarlistamaður Reykjavíkur 2013.
Þorgrímur Þráinsson er borgarlistamaður Reykjavíkur 2013. Heiðar Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert