Hópmálsókn ekki í bígerð

AFP

„Það er bara í gangi eitt mál, sem ein kona höfðaði,“ seg­ir Sig­urður G. Guðjóns­son, lögmaður Jens Kjart­ans­son­ar lýta­lækn­is sem er einn þeirra lækna sem notuðu hina svo­kölluðu PIP-púða sem eru silí­kon­púðar sem notaðir voru í brjóst.

Málið sem um ræðir var þing­fest í októ­ber síðastliðnum. Pip-púðarn­ir reynd­ust gallaðir og gátu jafn­vel lekið. Kon­um var ráðlagt að láta fjar­lægja púðana.

Sig­urður seg­ir um málið í Morg­un­blaðinu í dag að þótt aðeins ein kona hafi höfðað mál gegn Jens enn sem komið er, hafi hann heyrt að mörg hundruð kon­ur hafi hótað mál­sókn­um gegn lækn­in­um. „Síðan var því lýst yfir á ein­hverju skjali sem ég sá frá lög­fræðingi að fleiri mál væru á leiðinni, en það er aðeins þetta eina mál sem hef­ur komið,“ seg­ir Sig­urður. Hann seg­ist furða sig á máls­höfðun­inni, en hann tel­ur lækni sem not­ar gallaða og svikna lækn­ing­ar­vöru ekki geta borið ábyrgð á henni.

Hóp­mál­sókn ekki rétt leið

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir, lögmaður nokk­urra kvenna sem leitað hafa rétt­ar síns vegna gölluðu púðanna, seg­ir að ekki sé um hóp­mál­sókn að ræða, enda sé ekki endi­lega grund­völl­ur fyr­ir því. „Mál kvenn­anna kunna að vera frá­brugðin að ein­hverju leyti og því ekki endi­lega grund­völl­ur fyr­ir því að fara með málið sem hóp­mál­sókn.“ seg­ir Saga. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert