„Þörf var á formlegri sáttaumræðu milli fjárlaganefndar og Ríkisendurskoðunar eftir síðasta þing,“ sagði Vigdís Hauksdóttur, formaður fjárlaganefndar í samtali við mbl.is í dag, en fundur fór fram í nefndinni í morgun þar sem samskipti nefndarinnar við Ríkisendurskoðun á síðasta þingi voru ofarlega á baugi.
Hún segir meirihluta fjárlaganefndar hafa lýst yfir stríði við embætti Ríkisendurskoðunar á síðasta kjörtímabili. Nefndin tók meðal annars þá ákvörðun að senda frumlag til fjárlaga ekki til umsagnar Ríkisendurskoðunar, líkt og venja er, að sögn Björns Vals Gíslasonar, formanns nefndarinnar á síðasta þingi, var það ekki gert vegna þess að traust hefði ekki ríkt milli nefndarinnar og Ríkisendurskoðunar.
Að sögn Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, taldi hún þörf á formlegri sáttaumræðu eftir erfitt samstarfs síðasta þings. Hún segir einhug ríkja í nefndinni varðandi betri vinnubrögð og samstarf á kjörtímabilinu og vilja til að draga línu í sandinn.
„Fundurinn gekk ljómandi vel og við erum sammála um að horfa meira inn í framtíðina,“ sagði Sveinn Arason, forstjóri Ríkisendurskoðunar, eftir fundinn í morgun.
„Það er ósk okkar og þeirra að samvinna og samstarfs geti verið með eðlilegum hætti í vetur.“ Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að það gengi eftir.