„Full ástæða til að staldra við“

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, …
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi málsmeðferð er óásættanleg að mínu mati og full ástæða til að staldra við. Ég hef farið fram á það við umhverfis- og auðlindaráðherra að hann fresti þessari undirritun og fari betur yfir málið,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um aukna friðlýsingu Þjórsárvera.

Til stendur að umhverfis- og auðlindaráðherra og fulltrúar sveitarfélaga undirriti skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera á morgun, en með því verða allar fyrirætlanir um Norðlingaölduveitu úr sögunni. Landsvirkjun hefur gert athugasemdir við málið, bæði til umhverfis- og auðlindaráðherra og sent afrit til iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem og fulltrúar Rangárþings ytra sem ekki var kunnugt um athugasemdir Landsvirkjunar þegar málið var afgreitt í sveitarstjórninni.

„Ég tel nauðsynlegt að þetta mál verði skoðað frekar. Svo virðist sem ekkert hafi verið tekið tillit til athugasemda Landsvirkjunar sem fyrirtækið sendi Umhverfisstofnun Í byrjun apríl síðastliðinn. Um er að ræða einn stærsta hagsmunaaðilann á svæðinu sem eðlilegt hefði verið samkvæmt lögum að ráðfæra sig við í þessu ferli.  Ég hef af því fregnir að athugasemdum Landsvirkjunar hafi heldur ekki verið komið á framfæri við öll sveitarfélögin sem um ræðir,“ segir Ragnheiður Elín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert