Morðrannsókn í Valle langt komin

www.norden.org

Lögreglan í Valle í Noregi mun á næstu dögum óska eftir að gæsluvarðhald yfir Íslendingi, sem er grunaður um morð, verði framlengt. Yfirheyrslum og skýrslutökum er að mestu lokið en verið er að bíða eftir niðurstöðum tæknirannsóknar.

Íslendingurinn, sem er 38 ára gamall, er grunaður um að hafa veitt útvarpsmanninum Helge Dahle banvæn stungusár í samkvæmi aðfaranótt sunnudagsins 26. maí. Hann var degi síðar úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Málið mun mögulega ekki fara fyrir dómstóla fyrr en í haust. Íslendingurinn hefur sagst muna óljóst eftir atburðarásinni en viðurkenni þó að gjörðir hans hafi orsakað dauða Dahle. Lögreglan segir ákvörðun ekki hafa verið tekna um hvort ákært verði fyrir morð eða manndráp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert