Eðlilegt að staldra við

Hér má sjá núverandi friðlönd sunnan og vestan Hofsjökuls og …
Hér má sjá núverandi friðlönd sunnan og vestan Hofsjökuls og svo tillögu að stækkun friðlandsins um Þjórsárver. mbl.is/Elín Esther

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir eðlilegt að staldra við og fara yfir þær athugasemdir sem borist hafa vegna fyrirhugaðrar undirskriftar friðlýsingar vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum.

Ráðherra hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum frá mbl.is í gærkvöldi og morgun en þetta kom fram í máli hans í Morgunútvarpi Rásar 2.

Að sögn Sigurðar Inga bárust athugasemdir frá tveimur sveitarfélögum og einum hagsmunaaðila í gær og hann segir það fullkomlega eðlilegt að við stöldrum við og förum yfir athugasemdir. Ekki sé hægt fyrir nýjan ráðherra að taka við máli og svo komi upp efasemdir um að rétt hafi verið staðið að málum. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann segist hins vegar hafa hlakkað til að fara austur til að rita undir samkomulagið en mikilvægt sé að vernda Þjórsárver.

Í gær var tilkynnt á vef umhverfisráðuneytisins að undirritunin fari fram kl. 15 í dag  í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar segir einnig undanfarin ár hafi verið unnið að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum í samræmi við náttúruverndaráætlun 2009-2013. Svæðið var friðlýst árið 1981 og náði þá til 375 ferkílómetra en með stækkuninni yrði friðlandið alls 1.563 ferkílómetrar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún teldi málsmeðferðina óviðunandi og full ástæða væri til að staldra við. Hún hefði því farið fram á það við umhverfis- og auðlindaráðherra að hann frestaði þessari undirritun.

Hún segir að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda Landsvirkjunar sem fyrirtækið sendi Umhverfisstofnun í byrjun apríl síðastliðins. „Um er að ræða einn stærsta hagsmunaaðilann á svæðinu sem eðlilegt hefði verið samkvæmt lögum að ráðfæra sig við í þessu ferli.“

„Full ástæða til að staldra við“


Sigurður Ingi Jóhannsson tók við lyklavöldunum í umhverfisráðuneyti úr hendi …
Sigurður Ingi Jóhannsson tók við lyklavöldunum í umhverfisráðuneyti úr hendi fyrrverandi ráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert