Bráðkvödd komin sjö mánuði á leið

Guðrún G. Sigurðardóttir.
Guðrún G. Sigurðardóttir. Mynd af Facebook

Hafin hefur verið söfnun fyrir fjölskyldu Guðrúnar G. Sigurðardóttur sem var bráðkvödd á heimili sínu í Noregi þann 13. júní sl., komin sjö mánuði á leið. Barnið var skorið upp á staðnum og dvelur nú á Ullevål-sjúkrahúsinu.

Að því er fram kemur á Facebook-síðu vinkonu Guðrúnar, fékk Guðrún hjartastopp heima hjá sér og var hún skorin upp á staðnum. Litla stúlkan fékk nafnið Rósa Jóna en fyrir átti Guðrún þrjú börn með eiginmanni sínum, Hagbarði Valssyni. Þegar Rósa Jóna kom í heiminn var hún í hjartastoppi og á eftir að koma í ljós hvort henni hafi orðið meint af súrefnisskortinum.

Á síðunni segir einnig að erfiðir tímar séu framundan hjá fjölskyldunni, það sé erfitt að vinna úti og sjá einn um fjögur börn. Aðstandendurnir hafi því stofnað styrktarreikninga bæði í Noregi og á Íslandi.

Íslenska reikningsnúmerið er 537-04-254000, kennitala 140563-2429. Norski reikningurinn er hjá Dnb og er númerið 50186804187.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert