Guðni Páll kominn í Húnaflóann

Guðni Páll Viktorsson kajakræðari.
Guðni Páll Viktorsson kajakræðari. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Guðni Páll Viktorsson kajakræðari dvaldi í nótt í Norðurfirði á Ströndum en hann hefur nú lagt að baki um 1.225 km leið á hringróðri sínum um Ísland.

Í dag mun hann róa inn Húnaflóann og verður hann þá einn síns liðs, en undanfarna daga hefur hann róið með félaga sér við hlið. Ferðin umhverfis landið er u.þ.b. 2.300 km en Guðni hóf róðurinn frá Höfn í Hornafirði þann 30. apríl. Tilgangurinn er að safna fé til styrktar Samhjálp. 

Hægt er að leggja söfnuninni lið hér og lesa nánar um hringferðina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert