Tvær réttindalausar féllu af bifhjóli

Ökumaður bifhjólsins sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar.
Ökumaður bifhjólsins sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglumenn í eftirlitsferð veittu tveimur þrettán ára stúlkum athygli þar sem þær voru saman á númerslausu léttu bifhjóli. Sú sem ók hjólinu sinnti í engu stöðvunarmerkjum sem lögreglumenn gáfu þeim. Akstur stúlknana endaði með því að þær féllu af hjólinu. 

Stúlkurnar, sem báðar höfðu hjálma, virtust óslasaðar eftir fallið en voru samt sem áður fluttar á slysadeild til öryggis.  Hjólið var ótryggt og hvorug stúlkan komin með aldur til að fá réttindi til að aka léttu bifhjóli. Foreldrar stúlknanna sóttu þær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert