Sumarþing þar til frumvarp verður afgreitt

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Morgunblaðið/Eggert

„Það er ljóst að við erum ekki að fara af sumarþingi fyrr en við erum búin að afgreiða það frumvarp,“ sagði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra á Alþingi í dag og átti þar við frumvarp um afnám skerðingar sem aldraðir, sem og öryrkjar, máttu sæta á síðasta kjörtímabili.

Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði Eygló út í frumvarpið, hvort ágreiningur væri um það í ríkisstjórn og um ástæðu þess að frumvarpið sé fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, eins og Björn Valur orðaði það. 

Eygló sagði það oft vilja verða þannig í samstarfi að skiptar skoðanir séu á því hvernig nálgast á verkefni. „En það er samstaða um að taka til baka skerðingar sem snúa að öldruðum og öryrkjum,“ sagði Eygló og bætti við að frumvarpið verði afgreitt á sumarþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka