Þing Evrópuráðsins skipaði í dag Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Valnefnd þingsins mat Róbert hæfastan þriggja kandítata sem tilefndir voru af íslenskum stjórnvöldum.
Þrír voru tilnefndir af íslenskum stjórnvöldum. Það voru auk Róberts Guðmundur Alfreðsson, prófessor við lagadeild Háskólans á Akureyri, Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.