„Skýr skilaboð til aldraðra“

Sigrún Magnúsdóttir, Eygló Harðardóttir, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir á blaðamannafundinum í …
Sigrún Magnúsdóttir, Eygló Harðardóttir, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir á blaðamannafundinum í dag. Mbl.is/Rósa Braga

„Þetta er fyrsta skrefið í því að draga til baka skerðing­ar sem komu til fram­kvæmda á ár­inu 2009,“ sagði Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, á blaðamanna­fundi í dag þar sem nýtt frum­varp henn­ar um breyt­ing­ar á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar var kynnt.

Í frum­varp­inu er kveðið á um hækk­un frí­tekju­marks vegna at­vinnu­tekna aldraðra og af­nám skerðingu grunn­líf­eyr­is vegna greiðslu úr líf­eyr­is­sjóðum. Þá verða eft­ir­lits­heim­ild­ir Trygg­inga­stofn­un­ar aukn­ar. Fund­inn sátu einnig Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Frí­tekju­mark aldraðra sama og ör­yrkja

„Þarna er verið að færa frí­tekju­markið vegna at­vinnu­tekna í sömu upp­hæð og ör­yrkj­ar hafa nú þegar,“ sagði Eygló, en fyrri hluti frum­varps­ins snýr því ein­göngu að öldruðum. Hún sagði breyt­ing­arn­ar sem varða grunn­líf­eyr­inn bæði snúa að ör­yrkj­um og öldruðum en frum­varpið væri þó aðeins fyrsta skrefið í því að bæta kjör líf­eyr­isþeg­anna. 

Að sögn Eygló­ar hef­ur frum­varpið verið samþykkt í báðum þing­flokk­um meiri­hlut­ans og verður það lagt fram á Alþingi í dag. Hún sagðist gera ráð fyr­ir að frum­varpið fengi skjóta af­greiðslu á sum­arþing­inu. Vinn­an við end­ur­skoðun laga um al­manna­trygg­ing­ar mun halda áfram í haust og og verður skerðing á tekju­trygg­ing­um þar of­ar­lega á baugi.

Aldraðir geta nú keypt jóla­gjaf­ir 

„Það er mik­il­vægt að auka virkni aldraðra og að þeir sem hafi getu til geti aflað sér at­vinnu­tekna án þess að líf­eyr­inn skerðist,“ sagði Sigrún Magnús­dótt­ir, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á fund­in­um í dag. Eygló tók und­ir þetta og sagði að með þessu væri verið að þre­falda mögu­leika þeirra á því að afla at­vinnu­tekna. „Það eru mjög skýr skila­boð um að við þurf­um á þeim að halda.“

„Við telj­um að nú muni aldraðir geta keypt jóla­gjaf­ir handa barna­börn­un­um,“ sagði Sigrún. „Með frum­varp­inu reyn­um við að koma til móts við þenn­an hóp sem þola mátti skerðing­ar á mörg­um sviðum.“

Frétt mbl.is: Frí­tekju­mark aldraðra hækkað

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka