Freyja Haraldsdóttir tekur sæti á þingi

Freyja Haraldsdóttir undirritar drengskaparheitið.
Freyja Haraldsdóttir undirritar drengskaparheitið. Skjáskot af Althingi.is

Freyja Haraldsdóttir tók sæti á Alþingi í dag sem varaþingmaður Bjartrar framtíðar í fjarveru Guðmundar Steingrímssonar formanns flokksins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tilkynnti við upphaf þingfundar í dag að Guðmundur yrði frá störfum næstu daga.

Freyja hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og undirritaði drengskaparheit sitt að stjórnarskránni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert