Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þakkaði forseta í upphafi ræðu sinnar um störf þingsins í dag fyrir að hleypa henni í ræðustól, þrátt fyrir að vera í buxum sem flokka mætti sem gallabuxur og hét því að skipta um buxur við fyrsta tækifæri.
Í ræðunni viðraði þingmaðurinn áhyggjur sínar af stöðu menntakerfisins á Íslandi.