Sat ekki í stjórn FME

Morgunblaðið/Ómar

Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, sat aldrei í stjórn Fjármálaeftirlitsins, en því er haldið fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð að Eiríkur hafi setið í stjórn FME.

Á blaðsíðu 213 í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndarinnar er vitnað í tölvupóst sem Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður, sendi nefndinni, en hann starfaði um tíma í Seðlabankanum. Í tölvupóstinum kemur fram að Eiríkur hafi setið í stjórn FME. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er um misskilning að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert