Guðni Páll veðurtepptur á Akureyri

Guðni Páll Viktorsson.
Guðni Páll Viktorsson. Eggert Jóhannesson

Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson er nú staddur á Akureyri og bíður af sér slæmt veður, en mikill sjór er fyrir Norðurlandi og ekki ferðafært. Hann hélt kynningu í fyrradag á Glerártorgi þar sem gestir og gangandi gátu skoðað búnað hans og rætt við Guðna Pál um ferðina og þær áskoranir sem hann hefur tekist á við. Fjölmennt var á torginu og margir áhugasamir um ferðalagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Kayakklúbbsins. 

Guðni Páll lenti í Haganesvík í Fljótum á mánudaginn og vonast hann til að geta lagt í hann á morgun, föstudag. Næsti áfangastaður er Siglufjörður en veðurhorfur eru þó ekki góðar. Guðni Páll lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðinn í að ljúka ferðinni. 

Guðni Páll rær til styrktar Samhjálp. Hér er að finna nánari upplýsingar um söfnunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka