Útihátíð aflýst vegna óveðurs

Engin útihátíð verður á Hallgeirsey um helgina.
Engin útihátíð verður á Hallgeirsey um helgina. mbl.is/Margrét Þóra

Úthátíð háskólanema - Hallgeirsey hefur verið aflýst vegna fyrirséðs óveðurs um helgina. Félag verkfræðinema við Háskóla Íslands stendur að útihátíðinni og þar áttu að troða upp Ingó Veðurguð, Úlfur Úlfur, Gleðisveitin Fiesta.

Á samskiptavefnum Facebook var sett inn tilkynning um aflýsinguna. „Við þökkum þær frábæru undirtektir sem við höfum fengið en við ráðum einfaldlega ekki við veðurguðina,“ segir í henni.

Þá er beðist afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér og boðað að miðar verði endurgreiddir.

Hallgeirsey er landnámsjörð í Landeyjunum á Suðurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert