Fer fram á leiðréttingu skýrslunnar

Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð kynnt. Nefndina skipa þau Sigurður Hallur …
Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð kynnt. Nefndina skipa þau Sigurður Hallur Stefánsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Kirstín Þ. Flygenring. mbl.is/Golli

Hæstaréttarlögmanninum Sigurði G. Guðjónssyni hefur verið falið að fara þess á leit við forseta Alþingis að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð verði leiðrétt. Það er skjólstæðingur Sigurðar, Franz Jezorski, sem fer fram á leiðréttinguna og leggur hann fram gögn máli sínu til stuðnings.

Jezorski bendir á að í skýrslunni sé því haldið fram að hann hafi fengið greiddan arð upp á hundruð milljón króna frá Byggingaverktökum Austurlands, BVA ehf., stuttu áður en félagið fór í þrot, árið 2011 sem hafi leitt til tjóns fyrir Íbúðalánasjóð. Staðreyndin sé sú að hann seldi eignarhlut sinn í félaginu árið 2006. „Ég hef engin afskipti haft af félaginu frá miðju ári 2006. Enginn arður var greiddur til mín,“ segir Jezorski og vísar í yfirlýsingu frá Deloitte.

Þá gagnrýnir hann að rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband eða óskað eftir upplýsingum. Sökum þess sem kemur fram í skýrslunni fer hann fram á að hún verði leiðrétt og staðreyndir í heiðri hafðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert