Endurskoða þarf löggjöf

Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð kynnt.
Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð kynnt. mbl.is/Golli

„Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki til endurskoðunar þá löggjöf sem sett var á sínum tíma um þessar rannsóknarnefndir,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, um rannsóknarnefndir þingsins.

Á síðustu fimm árum hefur Alþingi samþykkt skipun þriggja rannsóknarnefnda; um fall bankanna, um Íbúðalánasjóð og sparisjóðina, en þær hafa allar farið fram yfir tilskilinn skilafrest.

Einar segir augljóst að Alþingi þurfi að afmarka betur það viðfangsefni sem á að rannsaka hverju sinni, svo hægt sé að gera raunhæfar tíma- og kostnaðaráætlanir.

Áætlaður samanlagður kostnaður við rannsóknarnefndirnar þrjár nemur 1.063 milljónum króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert