Ólafur tók við undirskriftum

Ólafur Ragnar Grímsson tók við undirskriftalistanum frá Agnari Þorsteinssyni og …
Ólafur Ragnar Grímsson tók við undirskriftalistanum frá Agnari Þorsteinssyni og Ísaki Jónssyni.

Þeir Ísak Jónsson og Agnar Kristján Þorsteinsson afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands undirskriftalista frá um 35000 Íslendingum um að hann vísi lögum um breytingu á veiðigjaldi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afhendingin fór fram á Bessastöðum nú fyrir stundu. Tilgangurinn með listanum er að skora á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja nýjum lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar, en lögin voru samþykkt á Alþingi í fyrrinótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert