Þeir Ísak Jónsson og Agnar Kristján Þorsteinsson afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands undirskriftalista frá um 35000 Íslendingum um að hann vísi lögum um breytingu á veiðigjaldi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Afhendingin fór fram á Bessastöðum nú fyrir stundu. Tilgangurinn með listanum er að skora á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja nýjum lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar, en lögin voru samþykkt á Alþingi í fyrrinótt.