Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í litlum fiskibát með einn mann um borð fyrir rétt rúmlega klukkustund síðan. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð Landhelgisgæslu Íslands var maðurinn búinn að klæða sig í flotgalla og kominn um borð í björgunarbát klukkan 05:05.
Báturinn var staddur norðvestur af Garðskaga þegar eldurinn kom upp. Að sögn vaktmanns hjá Landhelgisgæslunni var sjómanninum bjargað um borð í nærstaddan fiskibát.
Verið er að flytja manni að landi en báturinn stendur enn í ljósum logum.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.