Harry prins á Langjökli

Harry Bretaprins
Harry Bretaprins Getty Images

Harry Bretaprins var á Langjökli við æfingar í vikunni samkvæmt heimildum mbl.is.

Prinsinn var hér við æfingar ásamt hópi hermanna á vegum góðgerðarsamtakanna Walking with the Wounded, en hópurinn, sem samanstendur af 18 hermönnum, ætlar að ganga á Suðurpólinn í nóvember.

Einn hermannanna henti gaman að því að bresku hermennirnir sex í hópnum hefðu samtals sex fætur til að dreifa.

Prinsinn er velgjörðamaður samtakanna. Hermennirnir hafa allir særst alvarlega í átökum, flestir í Afganistan eða Írak.

Mbl.is sagði frá því þegar hermennirnir komu hingað til lands í mars til að æfa fyrir gönguna á Suðurpólinn. Arctic Trucks höfðu umsjón með ferð hermannanna í mars og munu fara með þeim á Suðurpólinn.

„Sex Bretar með samtals sex fætur“

Harry prins vill fara á Suðurpólinn

Harry Prins ætlar á Suðurpólinn

Særðir hermenn í þjálfun á Íslandi

Hermenn með Arctic Trucks á Suðurpólinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert