Lögreglan sendi í kvöld frá sér tilkynningu um að tveir menn hefðu verið handteknir við Laugarvatn og að þeir gisti nú fangageymslur. Mennirnir verða yfirheyrðir á morgun. Ekki er ljóst hvort þarna sé um að ræða manninn sem lögreglan leitaði að fyrr í dag.
Mbl.is greindi frá því fyrr í kvöld að lögreglan á Selfossi hefði í dag manns í Árnessýslu.
Mannsins var leitað í tengslum við lögreglurannsókn í Reykjavík vegna brota á almennum hegningarlögum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er maðurinn ekki hættulegur almenningi.
Mikill fjöldi lögreglumanna leitaði mannsins, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Leit var hætt og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn ófundinn. Ekki er ljóst hvort hann sé kominn í leitirnar þegar þetta er skrifað.
Lögreglan vildi ekki tjá sig frekar um málið.
Mbl.is hefur eftir heimildum að bílar hafi verið stöðvaðir við Kerið í dag, þar sem mannsins var á einhverjum tímapunkti leitað.
Þá segja sjónarvottar að þrír lögreglubílar, sjúkrabíll og þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið við Laugavatn í dag. Þar hafi lögreglumenn stöðvað alla bíla og leitað í þeim hátt og lágt.
Umfangsmikil leit í Árnessýslu