Verkin rjúka út í Sólheimum

Einn af hápunktum starfsins á Sólheimum í Grímsnesi er Menningarveislan sem nú stendur yfir. Hluti af veislunni er samsýning 19 listamanna í Ingustofu sem ber titilinn Fuglalíf þar sem flest verkin eru af fuglum þó ýmsar furðuverur læðist þar með. Verkin eru öll til sölu og eru fjölmörg þeirra seld.

Listakonurnar Guðrún Lára Aradóttir og Guðlaug Jónatansdóttir segja sýninguna vera afar vinsæla og að mikil stemning sé fyrir henni á meðal íbúa Sólheima. Gestina segja þær vera sérstaklega ánægða með verkin og þær gefa sér ósjaldan tíma til að ræða við þá um verkin og sýninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert