Borgarfulltrúar misnotuðu veikindi Ólafs

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynntu nýjan meirihluta …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn á Kjarvalsstöðum í janúar 2008. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég er enn miður mín og skamm­ast mín fyr­ir að hafa tekið þátt í að gera Ólaf F. Magnús­son að borg­ar­stjóra í Reykja­vík,“ seg­ir Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, í viðtali við Þóru Tóm­as­dótt­ur nýj­asta tölu­blaði Nýs lífs. Hún íhug­ar nú sjálf að bjóða sig fram sem næsta borg­ar­stjóra­efni sjálf­stæðismanna.

Þor­björg Helga seg­ist í viðtal­inu lengi hafa viljað tjá sig um at­b­urðarás­ina í janú­ar 2008 þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn mynduðu nýj­an meiri­hluta í borg­inni í kjöl­far REI-máls­ins og Ólaf­ur var gerður að borg­ar­stjóra. Geðheilsa hans hafði þá komið til tals í fjöl­miðlum þegar at­hygli vakti að hann var kraf­inn um lækn­is­vott­orð við end­ur­komu í stjórn­mál­in, eft­ir árs veik­inda­leyfi 2007.

All­ir vissu að hann var veik­ur

Aðspurð seg­ist Þor­björg Helga ekki muna hver átti hug­mynd­ina að því að Ólaf­ur yrði borg­ar­stjóri. Hún man hins veg­ar eft­ir að hafa orðið mjög hissa og verið ef­ins um þessa ráðstöf­un. „Ekk­ert okk­ar er stolt af þessu og okk­ur er enn vantreyst eft­ir að hafa gert Ólaf F. Magnús­son að borg­ar­stjóra,“ seg­ir Þor­björg.

Dag­inn sem boðað var til blaðamanna­fund­ar til að kynna nýja borg­ar­stjórn leið henni öm­ur­lega, að sögn. 

„Þetta var alls ekki góður dag­ur. Vil­hjálm­ur og Ólaf­ur unnu ágæt­lega sam­an að ein­hverju leyti en þetta var alls ekki gott. Þetta var aldrei gott. Ég man mjög skýrt eft­ir því þegar Ólaf­ur hafði verið borg­ar­stjóri í nokkra mánuði og einn úr okk­ar hópi með þekk­ingu á geðheil­brigðismál­um gekk inn á fund til okk­ar borg­ar­full­trú­anna og sagði okk­ur full­kom­lega meðvirk.“

Hún seg­ir alla borg­ar­full­trúa hafa mis­notað aðstæður Ólafs, en sjálf­stæðis­menn hafi gengið lengst með því að bjóða hon­um borg­ar­stjóra­stól­inn. „Ólaf­ur F. var veik­ur maður og það vissu það all­ir.“

Íhug­ar að taka slag­inn sjálf

Í viðtal­inu seg­ir Þor­björg Helga jafn­framt að hún hafi verið óánægð með Vil­hjálm Þ. Vil­hjálms­son sem borg­ar­stjóra og að lítið traust hafi ríkt á milli þeirra. Hún tel­ur að borg­ar­stjóratíð Ólafs F. og Vil­hjálms hafi grafið und­an trausti á embætt­inu og skapað for­send­ur fyr­ir kjöri Jóns Gn­arr þar sem fólk hafi talið „að það væri hægt að gera hvern sem er að borg­ar­stjóra eft­ir það sem á und­an var gengið“.

Hún gef­ur hins veg­ar ekki mikið fyr­ir vinnu­brögð Jóns og íhug­ar nú sjálf að taka slag­inn um borg­ar­stjóra­embættið. „Ef ég býð mig fram aft­ur, verður það í odd­vita­sæti. Það kem­ur ekk­ert annað til greina.“

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er í viðtali við Þóru Tómasdóttur í …
Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir er í viðtali við Þóru Tóm­as­dótt­ur í nýj­asta tölu­blaði Nýs lífs sem kom út í dag.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir að skelfingarsvipur hafi verið á henni …
Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir seg­ir að skelf­ing­ar­svip­ur hafi verið á henni þar sem hún stóð að baki Ólafs F. þegar nýr meiri­hluti var kynnt­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir íhugar nú að bjóða sig fram sem …
Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir íhug­ar nú að bjóða sig fram sem borg­ar­stjóra­efni Sjálf­stæðis­flokks­ins í næstu sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Ólafur F. Magnússon lét af störfum sem borgarstjóri í ágúst …
Ólaf­ur F. Magnús­son lét af störf­um sem borg­ar­stjóri í ág­úst 2008. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokks kynntur á Kjarvalsstöðum í …
Nýr borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks og Frjáls­lynda flokks kynnt­ur á Kjar­vals­stöðum í janú­ar 2008. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka