Keppni er nú hafin í Óshlíðarhlaupi Hlaupahátíðar á Vestfjörðum en þetta er í 21. skipti sem hlaupið er um gamla Óshlíðarveginn. Hlaupið hófst með starti í 21 km hlaupi stundvíslega klukkan 20 en keppendur eru alls 26.
Er frétt þessi er rituð er Sævar Helgason frá Akureyri með örugga forystu í hlaupinu.
Hlaupaleiðin um gömlu Óshlíðina þykir einkar skemmtileg en keppendum gefst gott tækifæri til að kynnast bæði fegurð og styrk náttúrunnar því gamli vegurinn lætur á sjá eftir ágang náttúru.
Keppni í 10 km hlaupi er einnig hafin en sú hófst klukkan 20.40. Að þessu sinni taka 78 keppendur þátt í hlaupinu.
Gert er ráð fyrir að allir keppendur hafi skilað sér í mark um klukkan 22.15 þegar verðlaunaafhending hefst.
Fyrri frétt mbl.is:
Hlaupahátíð hófst af miklum krafti