Vann Óshlíðarhlaup á handahjóli

Arna Sigríður Albertsdóttir
Arna Sigríður Albertsdóttir Ljósmynd/Guðmundur Ágústsson

Keppni og verðlaunaafhendingu í Óshlíðarhlaupinu er nú lokið. Hlaupið var við hinar bestu aðstæður, en þó nokkurn mótvind inn Skutulsfjörðinn. Að sögn mótshaldara fór keppnin vel fram og voru alls 103 keppendur skráðir til leiks, 26 í 21 km og 77 í 10 km. 

Fyrst til að ljúka keppni var Arna Sigríður Albertsdóttir í 21 km hlaupinu, en hún keppti í hjólastólaflokk og keppti á sérstöku handahjóli. Arna lauk keppni á tímanum 01:10:08.

Fyrsti keppandi í karlaflokki 21 km hlaupsins var Akureyringurinn Sævar Helgason sem lauk keppni með góðu forskoti en hann lauk keppni á tímanum 01:28:02.

Næstur á eftir honum var Bjarni Pétursson á tímanum 01:37:14. Þriðji í mark í 21 km hlaupinu var svo Ómar Hólm frá Ísafirði á tímanum 01:44:30.

Í flokki kvenna í 21 km var Jóhanna Ósk Halldórsdóttir á tímanum 01:53:47. Fast á hæla henni kom Gígja Magnúsdóttir á tímanum 01:54:49 og þar á eftir í þriðja sæti Elín Bergmundsdóttir á tímanum 01:55:15.

Keppni í 10 km hlaupinu var ekki síður spennandi en þar kom fyrst í mark allra keppenda Martha Ernstdóttir á tímanum 00:38:20. Aðeins 5 sekúndum síðar kom Kjartan Ólafsson í mark á tímanum 00:38:35.

Annar í mark í karla flokkinn var bróðir Kjartans, Davíð Ólafsson á tímanum 00:40:10 og í þriðja sæti var Gunnar Atli Fríðuson á tímanum 00:41:29.

Í öðru sæti kvenna var Brynja D.G. Briem á tímanum 00:43:26 og í þriðja sæti Sonja Sif Jóhannsdóttir á tímanum 43:30. 

Heildarúrslit má sjá á timataka.net

Frétt mbl.is: Fjölmargir taka þátt í Óshlíðarhlaupi

Óshlíðarhlaupið
Óshlíðarhlaupið Guðmundur Ágústsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert