Friðleifur í mark á nýju meti

Friðleifur Friðleifsson kom fyrstu í mark í tvöfaldri Vesturgötu.
Friðleifur Friðleifsson kom fyrstu í mark í tvöfaldri Vesturgötu. Ljósmynd/Þuríður Vilmundardóttir

Friðleifur Friðleifsson var fyrstur í mark í tvöfaldri Vesturgötu á Hlaupahátíð Vestfjarða í dag. Hljóp hann 45 kílómetra á nýju meti, 3.35.02. Elísabet Margeirsdóttir var fyrst kvenna í mark á tímanum 4.22.23.

Í dag er keppt í tvöfaldri (45 km), heilli (24 km) og hálfri (10 km) svokallaðri Vesturgötu þar sem hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem gjarnan er kenndur við Sléttanes eða Svalvoga. Svæðið er stundum kallað Fjallaskagi en líklega oftast nefnt Vestfirsku alparnir.

Fyrir skagann er svo hlaupið eftir stórmerkilegum og löngu landsþekktum ýtuvegi sem var einkaframtak Elísar Kjaran á áttunda áratugnum. Tvöfalda Vesturgatan hófst á Þingeyri í morgun en hlauparar sem þátt taka í skemmri vegalengdunum hófu hlaupið við Svalvogavita. Markið er við Sveinseyri rétt fyrir utan Þingeyri.

Elísabet Margeirsdóttir kom fyrst kvenna í mark í tvöfaldri Vesturgötu.
Elísabet Margeirsdóttir kom fyrst kvenna í mark í tvöfaldri Vesturgötu. Ljósmynd/Guðbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert