Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson réri í morgun af stað frá Eiðisvík á sunnanverðu Langanesi þar sem hann lenti í gær. Nú liggur leið þvert yfir Bakkaflóann og allt suður til Strandhafnar í utanverðum Vopnafirði, alls um 46 km róður. Þverum Guðna Páls á Bakkaflóa eru um 16 km á hafi úti.
Á vef Kayakklúbbsins segir að veðurútlit sé gott, sjólítið og 20 °C hiti. Guðni Páll verður því að róa mjög léttklæddur sem eru viðbrigði fyrir hann.
Að þessum róðrarlegg loknum hefur Guðna Páli miðað vel suður á bóginn og án króka.
Á leiðinni fyrir Langanes hitti Guðni Páll tvo kajakræðara sem voru á róðri á sömu leið og hann fyrir Langanes. Þar voru á ferðinni íslensk hjón og þekktir kajakræðarar um landið í áravís.
Guðni Páll rær nú umhverfis landið til styrktar Samhjálp.