Martha Ernsts fyrst í mark

Martha Ernstdóttir kemur í mark.
Martha Ernstdóttir kemur í mark. Ljósmynd/Guðbjörg

Martha Ernstsdóttir kom fyrst í mark af þeim sem hlupu 24 kílómetra í Vesturgötu á Hlaupahátíð Vestfjarða. Hljóp hún á tímanum 1.45.52. Sigurður Skarphéðinsson kom fyrstur karla í mark á tímanum 1.49.51 en með þeim tíma tryggði Sigurður sér sigur í þríþrautarhluta Hlaupahátíðar á Vestfjörðum en hann sigraði á tímanum 4.41.14.

Það eru flottar aðstæður til hlaupa, glampandi sól en örlítil gjóla til að kæla menn aðeins niður. 48 keppa í 24 km hluta hlaupsins í dag.

Í dag er keppt í tvöfaldri (45 km), heilli (24 km) og hálfri (10 km) svokallaðri Vesturgötu þar sem hlaupið er á Skaganum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem gjarnan er kenndur við Sléttanes eða Svalvoga. Svæðið er stundum kallað Fjallaskagi en líklega oftast nefnt Vestfirsku alparnir.

Fyrir skagann er svo hlaupið eftir stórmerkilegum og löngu landsþekktum ýtuvegi sem var einkaframtak Elísar Kjaran á áttunda áratugnum. Tvöfalda Vesturgatan hófst á Þingeyri í morgun en hlauparar sem þátt taka í skemmri vegalengdunum hófu hlaupið við Svalvogavita. Markið er við Sveinseyri rétt fyrir utan Þingeyri.

Friðleifur Friðleifsson var fyrstur í mark í tvöfaldri Vesturgötu í dag. Hljóp hann 45 kílómetra á nýju meti, 3.35.02. Elísabet Margeirsdóttir var fyrst kvenna í mark á tímanum 4.22.23.

Fréttir mbl.is um Hlaupahátíðina:

Friðleifur í mark á nýju meti

Hlaupahátíð hófst af miklum krafti

Fjölmargir taka þátt í Óshlíðarhlaupi

Gríðarhörð hjólreiðakeppni

Sigurður Skarphéðinsson kom fyrstur karla í mark í 24 km …
Sigurður Skarphéðinsson kom fyrstur karla í mark í 24 km Vesturgötu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert